Hero image

Salan á Íslandsbanka

Verkefnið:

Aton var falið að vera ráðgjafi í samskiptamálum vegna útboðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Verkefnið skilaði:

Metþátttöku almennings sem skráði sig fyrir 218% af grunnmagni útboðs.

Tífalt fleiri sáttir með sölu á Íslandsbanka í vor en fyrir þremur árum.

Okkar aðkoma:
UpplýsingagjöfGreiningStrategíaSamskipti við fjölmiðlaFjölmiðlavöktunRáðgjöfAuglýsingagerðHönnunTextaskrif
Greingin

Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 var umdeild og ljóst var að það þyrfti að vanda til verka við næstu sölu. Þá leiddi greiningin helst í ljós að við stæðum frammi fyrir þremur stórum áskorunum: neikvæðu viðhorfi almennings vegna fyrri sölu á Íslandsbanka árið 2022, flækjustigi útboðsins sem gerði upplýsingagjöf til almennings krefjandi, og ströngum upplýsingakvöðum sem takmörkuðu svigrúm upplýsingagjafarinnar.  

Óánægja síðustu sölu: Greiningin leiddi í ljós hvað það var sem leiddi til þess að fólk var óánægt með útboðið árið 2022. Í fyrsta lagi var upplýsingagjöf um framkvæmd útboðsins ekki nægilega virk í aðdraganda þess. Auk þess var ferlið ekki talið nægilega gagnsætt og óljóst þótti hverjir gátu tekið þátt og hvernig framkvæmdinni væri háttað. En í ljós kom, að verst þótti fólki að einungis svonefndum fagfjárfestum var heimilt að taka þátt. Þannig þótti almenningi hann hafa verið hlunnfarinn. Skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi við framkvæmdina og sjálf uppbygging útboðsins gerðu það að verkum að traust almennings hefði beðið nokkra hnekki.  

Flókinn fjármálagerningur: Útboðið var í sjálfu sér mjög umfangsmikill atburður og aftengdur almennu lífi fólks í landinu. Ekki var nóg með að almenningur þekkti ekki vel til hefðbundinna tilboðsfyrirkomulaga á útboðum á fjármálamarkaði, heldur var þetta fyrirkomulag óhefðbundið. Nauðsynlegt var að koma því til skila, á einföldu máli, hvernig fyrirkomulag sölunnar væri og hvernig almenningur gat tekið þátt.  

Strangar upplýsingakvaðir:  Á sama tíma og tryggja þurfti virka og skýra upplýsingagjöf í kringum útboðið, þá voru mjög strangar reglur í kringum upplýsingagjöf tengda skráðum félögum á markaði. Því þurfti að feta mjög þröngan slóða. 

Strategía

Til þess að uppfylla Lög 80/2024 sem kváðu á um virka upplýsingagjöf í kringum útboðið var ljóst að við myndum nýta alla undirbúningsfasa til að koma lykilskilaboðum á framfæri áður en mjög strangar upplýsingakvaðir tæku gildi stuttu fyrir útboð.  

Út frá sjónarmiði samskipta voru þrír vinklar sem við vildum leggja allra mest áherslu á og komu í ljós eftir greiningu síðustu útboða.  

Gildin: Til þess að vinna gegn gagnrýni um útboðið sem spratt út frá síðasta útboði voru sett lög 80/2024 um að horfa þyrfti til gilda um jafnræði, gagnsæi, hagkvæmni og hlutlægni við framkvæmdina. 

Þessum gildum vildum við koma örugglega til skila til almennings í allri upplýsingagjöf til að mæta helstu áhyggjum fólks yfir framkvæmd síðasta útboðs.  

Þátttaka almennings: Það var alveg ljóst að möguleikar á þátttöku yrði lykillinn að velgengni þessa útboðs. Til þess þurfum við að gera tvennt – tryggja upplýsingagjöf um það að útboðið væri að eiga sér stað og einfalda ferlið. Ávinningur almennings, að honum yrði tryggður forgangur og lægsta verð, þyrfti að koma kyrfilega til skila.  

Stóra myndin: Loks, þá var það að koma mikilvægi ávinnings sölunnar til skila. Að salan væri liður í því að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs og gæfi svigrúm fyrir nauðsynlegar innviðafjárfestingar.  

Lögð var sérstök áhersla á að einfalda flókið útboðsferli fyrir almenning með fréttaskýringum og skýrri upplýsingagjöf. Þá þurfti einnig að undirbúa fyrirfram allt efni sem mætti nýta á útboðstímabilinu og setja upp nákvæma dagskrá samskipta.

Undirbúningur

Í undirbúningsfasanum var markvisst unnið að því að kynna útboðsfyrirkomulagið eftir að lög 80/2024 höfðu verið samþykkt. Fyrirkomulagið gerði ráð fyrir því að útboðið færi fram í þremur tilboðsbókum, A, B og C. Tilboðsbók A var aðeins opin almenningi og fékk hann forgang, Tilboðsbók B var opin almenningi og lögaðilum, og Tilboðsbók C var opin stórum eftirlitsskyldum fjárfestum.  

Skilaboðin voru vandlega mótuð með áherslu á fjóra meginþætti: hagkvæmni, gagnsæi, hlutlægni og jafnræði. Nýtt var hvert tækifæri til að miðla upplýsingum, meðal annars með útgáfu fréttatilkynninga við helstu áfanga.

Full width image
Útboðið

Þriggja daga útboðstímabilið hófst snemma morguns 13. maí og í kjölfarið átti sér stað víðtæk fjölmiðlaumfjöllun, þar á meðal viðtal við ráðherra í morgunfréttum og umfjöllun í virtum erlendum fjölmiðlum á borð við Reuters og Financial Times. Fluttar voru fréttir í fjölmiðlum sem veittu innsýn í ferlið og tilkynningar sendar út frá ráðuneytinu sem greindu frá framvindu mála. Strax á fyrsta degi var tilkynnt um að pantanir hefðu farið fram úr grunnmagni útboðsins.  

Kynningarefni um útboðið mátti finna á öllum helstu miðlum í formi vefborða þar sem almenningi var upplýst um að útboðið var að eiga sér stað. Fréttaskýring frá RÚV sem byggði að miklu leyti á „spurt og svarað“ ráðuneytisins fékk mikla dreifingu og einfaldaði ferlið fyrir almenning. 

Í kjölfar mikillar eftirspurnar var tilkynnt um verulega stækkun útboðsins, úr 40 milljörðum króna í 90 milljarða, sem samsvaraði hækkun úr 20% í 45% af hlut ríkisins í bankanum.  Almenningur keypti nær allan þann hlut sem ríkið bauð út, eftirspurn almennings nam 218% af grunnmagni útboðsins og endaði á því að fá úthlutað 97% af öllum eftirstandandi hluta ríkissins í Íslandsbanka.  

Viðbrögðin voru almennt jákvæð gagnvart ferlinu og þá sérstaklega yfir þátttöku almennings í útboðinu.

„Tífalt fleiri sáttir en fyrir þremur árum“

Áhrifin

Verkefnið skilaði sátt meðal almennings um sölu bankans. Könnun sem var gerð á vegum Gallup fyrir þremur árum sýndi aðeins 6% töldu að vel hefði verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í bankanum 2022. Ríflega 87% töldu að illa hefði verið staðið að henni. Í ár telja rúmlega 64% þátttakenda í könnuninni telja að vel hafi verið staðið að sölunni en 15% telja að illa hafi verið staðið að henni. Það eru því rúmlega tífalt fleiri sem telja að vel hafi verið staðið að sölunni í ár.  

Metþátttaka almennings í útboðinu staðfestir einnig að upplýsingagjöfin var skýr og náði til markhópsins. Almenningur keypti nær allan þann hlut sem ríkið bauð út, eftirspurn almennings nam 218% af grunnmagni útboðsins og endaði á því að fá úthlutað 97% af öllum eftirstandandi hluta ríkisins í Íslandsbanka.

Áhrifin

Verkefnið skilaði sátt meðal almennings um sölu bankans. Könnun sem var gerð á vegum Gallup fyrir þremur árum sýndi aðeins 6% töldu að vel hefði verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í bankanum 2022. Ríflega 87% töldu að illa hefði verið staðið að henni. Í ár telja rúmlega 64% þátttakenda í könnuninni telja að vel hafi verið staðið að sölunni en 15% telja að illa hafi verið staðið að henni. Það eru því rúmlega tífalt fleiri sem telja að vel hafi verið staðið að sölunni í ár.  

Metþátttaka almennings í útboðinu staðfestir einnig að upplýsingagjöfin var skýr og náði til markhópsins. Almenningur keypti nær allan þann hlut sem ríkið bauð út, eftirspurn almennings nam 218% af grunnmagni útboðsins og endaði á því að fá úthlutað 97% af öllum eftirstandandi hluta ríkisins í Íslandsbanka.