Public relations and public affairs

Almannatengsl og skipulögð upplýsingamiðlun

rvkdock_bw.jpg

Þjónusta

Almannatengsl

Fyrirtæki með sterka ímynd eru mun líklegri til að ná árangri en fyrirtæki með veika eða neikvæða ímynd. Aton býður upp á fjölþætta ráðgjöf og þjónustu á sviði almannatengsla sem byggir á mikilli reynslu á því sviði, markaðssetningu og viðburðastjórnun. Við mótum skilaboð á grundvelli nákvæmrar greiningar og sjáum til þess að þau komist til skila.

Fjárfestatengsl

Til að tryggja að viðskiptaáætlanir gangi upp er lykilatriði að komast í samband við rétta fólkið og vera með réttu skilaboðin. Einnig skiptir miklu máli að hafa góðar upplýsingar um tækifæri og þróun í hagkerfinu. Aton getur aðstoðað viðskiptavini við að koma skilaboðum á framfæri við réttu hagaðilana.

Skipulögð upplýsingamiðlun

Skýr stefna og sýn er forsenda þess að verkefni skili árangri. Aton veitir ráðgjöf og aðstoð við allar hliðar stefnumótunar og notar til þess viðurkenndar aðferðir. Við leggjum áherslu á að finna bestu stefnuna í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar. Ráðgjafar Aton hafa einnig mikla reynslu við að takast á við alvarlegar krísur, þá sérstaklega þegar kemur að samskiptum við þá hagaðila sem skipta máli.

Samskipti við opinbera aðila

Ráðgjafar Aton hafa mikla reynslu og þekkingu á stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu. Aton veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf og aðstoð vegna samskipta við stjórnvöld þar sem áhersla er lögð á samvinnu og skipulagða upplýsingamiðlun. Markmið ráðgjafar Aton er að finna bestu leiðirnar í samskiptum við stjórnvöld og opinberar stofnanir.


Um Aton

Aton er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og aðstoð við almannatengsl, fjárfestatengsl og skipulagða upplýsingamiðlun. Starfsfólk Aton býr yfir víðtækri reynslu og tengslaneti úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum.

Aton hefur unnið fyrir fjölbreytta flóru fyrirtækja, félagasamtaka, opinberra aðila, sveitarfélaga og einstaklinga. Við þekkjum af reynslu að skipulag við upplýsingamiðlun og samskipti er lykilatriði til að ná betri árangri í verkefnum.


Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þjónustu okkar eða hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband. Þú getur hringt, sent tölvupóst eða sent okkur skilaboð með því að smella á hnappinn hér að neðan.

 

Skrifstofa Aton

Suðurlandsbraut 32
5. hæð
108 Reykjavík
Iceland

Sími:
824 7722

Netfang:
aton@aton.is