Public relations and public affairs

Námskeið

Við hjá Aton höfum langa reynslu af því að setja upp sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í krísusamskiptum, fjölmiðlaframkomu og samingatækni. Ráðgjafarnir hjá Aton eru með langa reynslu í því að undirbúa viðskiptavini við að sýna rétt viðbrögð við óvæntum áföllum og krísum og hvernig sé best að stjórna samskiptum við fjölmiðla á slíkum tímum. Jafnframt bjóðum við stjórnendum upp á þjálfun í fjölmiðlaframkomu og undirbúum stjórnendur sem gegna hlutverki talsmanns fyrir fyrirtæki eða stofnun. 

Fyrirtæki, stofnanir og stjórnendur eiga oft mikið undir samningaviðræðum um mikilvæga þætti í starfsemi sinni og býður Aton stjórnendum upp á sérsniðin námskeið í samningatækni. Í störfum sínum hafa ráðgjafar Aton leitt samningaviðræður fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Okkar ráðgjafar hafa áratuga reynslu í samningatækni og hafa þau komið að fjölmörgum flóknum samningum, svo sem kjaraviðræðum, sölu á fyrirtækjum og viðskiptasamningum. 

 

 

Námskeið í krísusamskiptum

Við hjá Aton höfum góða reynslu af því að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem hafa lent í krísum á opinberum vettvangi við að mæta þeirri áskorun með áherslu á orðspor og ásýnd þeirra til framtíðar. Einnig er mikilvægt að undirbúa viðbrögð við óvæntum áföllum og krísum og býður Aton upp á sérsniðin námskeið í krísusamskiptum.

Krísusamskipti fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu

Aton býður upp á sérsniðin krísustjórnunarnámskeið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Góð og skilvirk krísusamskipti eru mikilvægur þáttur í krísustjórnun. Á sama tíma og íslensk náttúra dregur að fjölda erlendra ferðamanna á ári hverju og er uppistaðan í íslenskri ferðaþjónustu, eru hættur náttúrunnar, veður og vindar og ýmis ágreiningsmál oft ástæður þess að ferðaþjónustufyrirtæki sitja óvænt uppi með krísuástand. Reynslan hefur sýnt að áföll og krísur geta komið upp hvar sem er og hvenær sem er og eru af ýmsum toga.

Krísusamskipti fyrir fyrirtæki í orkuiðnaði

Aton býður upp á sérsniðin krísustjórnunarnámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir í orkuiðnaði.

Mikilvægt er að öll fyrirtæki, sama í hvaða geira þau starfa og sama hversu stór þau eru, að vera með áætlun um viðbrögð við áföllum og krísum. Í flestum tilfellum gerast hlutirnir hratt og yfirleitt er ekki tími til þess að hugsa fyrir hlutunum í miðri krísu og getur því skipt sköpum fyrir afdrif fyrirtækis að vera með áætlun um hvernig á að bregðast við slíkum aðstæðum sem starfsmenn þekkja og kunna að fara eftir. 

Námskeið í samningatækni

Fyrirtæki og stjórnendur standa frammi fyrir mörgum áskorunum í viðskiptalífi nútímans. Ekki þarf einungis að eiga í samskiptum við íslenska viðskiptavini, heldur einnig alþjóðlega aðila með mismunandi áherslur, þekkingu, menningu og siði.

 

Stjórnendanámskeið í samningatækni

Við semjum daglega við samstarfsfólk, þjónustuaðila, viðskiptavini og önnur fyrirtæki. Með aukinni þekkingu á samningatækni getur samningamaður hámarkað virði samninga og með því aukið möguleika á að spara sér eða fyrirtækinu miklar fjárhæðir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að efla hvern og einn þátttakanda sem sterkan samningamann. Sérstök áhersla verður lögð á fyrirtækjasamninga (B2B) en með góðum og skipulögðum undirbúningi og þekkingu á þeim áskorunum sem upp koma í slíkum viðræðum er markmiðið að ná betri árangri svo hver og einn geti notið þess að ganga til samninga.